Heimur háður olíu

Dr. Kjell Aleklett, prófessor emeritus í eðlisfræði við Uppsalaháskóla, flutti fyrirlestur sem ber yfirskriftina Heimur háður olíu (A world addicted to oil) í sal Norræna hússins, föstudaginn 27. nóvember.

Aleklett er sérfræðingur á heimsvísu í hámarksolíuframleiðslu (Peak Oil) sem vísar til þess að þar sem við lifum á einni jörð eru náttúruauðlindir okkar takmarkaðar og því mun framleiðsla á olíu ná hámarki. Sýnt hefur verið fram á að hámarksframleiðsla átti sér stað árið 2006. Þetta þýðir að þótt enn sé helmingur af olíuauðlindum jarðar til staðar er það er sá hluti olíunnar sem erfitt og dýrt er að vinna. 

Fyrirlestur Kjell Aleklett var  á vegum Jarðvísindadeildar, námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði og Stofnunar Sæmundar fróða.

Hér má finna upptöku af fyrirlestrinum

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is