Nordic WelfAir

 

Þverfræðilegur hópur vísindamanna á vegum Stofnunar Sæmundar fróða tekur þátt í nýju norrænu öndvegissetri, Nordic WelfAir, þar sem rannsökuð verða tengsl
loftmengunar, heilsu og velferðar. Dr. Þröstur Þorsteinsson stýrir verkinu fyrir hönd SSf og sótti hann fyrsta fund verkefnisins um miðjan september 2015, ásamt Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur, sem mun vinna hluta doktorsverkefnis síns í tengslum við öndvegissetrið. Annar hópur íslenskra vísindamanna einkum frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, undir stjórn Próf. Þórarins Gíslasonar, tekur þátt í verkefninu. 

Þátttakendur á fyrsta fundi Nordic WelfAir, þeirra á meðal Anna Karlsdóttir, Þröstur Þorsteinsson, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, Hanne Krage Carlsen og Þórarinn Gíslason. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is