Arctic Preparedness Platform for Oil Spills and other Environmental Accidents

Arctic Preparedness Platform
for Oil Spills and other Environmental Accidents

Unnið er að gerð lifandi stafræns korts af strand- og hafsvæðum á norðurslóðum, til þess m.a. að bæta viðbrögð við mengunarslysum á sjó. Auk hefðbundins kortagunns, eru skráðar viðbraðgsstöðvar og útbúnaður þeirra, svæði þar sem lífríki er viðkvæmt, rauntímaupplýsingar um veður og vinda, hitastig lofts og sjávar, strauma og styrk þeirra.  Einnig eru settar inn upplýsingar um mengunarslys sem orðið hafa og viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra, einnig líkön um hvernig olía myndi breiðast út ef hún færi í sjóinn við gildandi aðstæður á hverjum tíma.

Íslenski verkþátturinn felst í m.a. í upplýsingum um viðbúnað gegn olíumengun í íslenskri lögsögu, og samhæfingu og gerð gagnvirkra land-og sjókorta með upplýsingum um  skipaumferð á viðkomandi svæði,  veðurspár, raunveður og  sjólag og aðra mögulega áhættuþætti.

Íslenski verkþátturinn undir stjórn Guðrúnar Pétursdóttur en Þorsteinn Helgi Steinarsson verkfræðingur hjá Ásverki og Sigríður Ragna Sverrisdóttir vinna að verkefninu.

Styrkt af Northern and Arctic Periphery Program.

Heimasíða verkefnisins

Að verkefninu vinna, auk Stofnunar Sæmundar fróða:

Oulu Háskóli

Umhverfisstofnun Finnlands

University of Highlands and Islands, Skotlandi

Meteorologisk Institutt, Norge

Norska Landhelgisgæslan

Scottish National Heritage

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is